Leiðbeiningar
- Öll tæki með HBO NOW inneignarkóða
-
Hér er greitt fyrir HBO NOW áskriftina með HBO NOW inneign.
Hvernig á að innleysa HBO NOW inneignarkort- Opnaðu vafra (við mælum með Google Chrome) og farðu inn á www.hbonow.com/gift.
- Sláðu inn 10-12 stafa HBO NOW inneignarkóða.
- Sláðu inn borg/ríki (Territory/State) og póstnúmer (Zip code).
- Smelltu á Continue
- Nýr notandi: Ef þú ert ekki með aðgang að HBO NOW þarftu að stofna aðgang; sláðu inn netfang, lykilorð og nafn. Samþykktu skilmálana og smelltu á Redeem.
Skráður notandi: Ef þú ert nú þegar með HBO NOW áskrift að þá skaltu smella á "Sign in" hlekkinn sem er við hliðiná "Already have an account". Skráðu þig nú inn með netfangi og lykilorði og að lokum smelltu á "Sign In and Redeem".
Byrjaðu að streyma HBO NOW
- Nú geturðu farið að horfa/streyma HBO á þau tæki sem virka fyrir HBO NOW með því að innskrá þig með netfanginu og lykilorðinu sem þú bjóst til í liðnum fyrir ofan.
- Apple tæki með iTunes inneign
-
Hér er greitt fyrir HBO NOW áskriftina með iTunes inneign.
Setja upp HBO Now á iTunes
- Til að byrja með þarftu að hafa iTunes / App Store reikninginn þinn stilltan á Bandaríkin og hafa næga iTunes inneign (sem fæst hjá okkur í formi iTunes inneignarkóða) á þeim reikningi til að borga fyrir HBO NOW áskrift; Leiðbeiningar við hvernig eigi að innleysa iTunes inneignarkort.
- Sæktu HBO NOW appið á Apple/iOS tækinu þínu frá AppStore. (Appið er nú þegar til staðar á Apple TV 3&4)
- Opnaðu appið og veldu "Start Your Free Trial"
- Það er möguleiki að HBO biðji þig um að fara á vefsíðu til að klára ferlið.
- Kláraðu að stofna HBO NOW reikning og fylgdu leiðbeiningunum sem birtast á skjánum. Nú ætti HBONOW aðgangurinn að vera tilbúinn.
Að reynslutímanum liðnum verður áskriftin gjaldfærð af iTunes reikningnum þínum mánaðarlega. Þú getur stjórnað áskriftinni í iTunes Store, undir liðnum Account og Manage Subscriptions.
Fylgdu eftirfarandi leiðbeiningum ef þú vilt stöðva áskriftina um óákveðinn tíma:
- Opnaðu iTunes á tölvunni þinni og veldu síðan iTunes Store.
- Smelltu á netfangið þitt ofarlega vinstra megin í iTunes forritinu og veldu Account.
- Sláðu inn lykilorðið þitt í gluggann sem birtist.
- Nú birtist síða með upplýsingum um iTunes aðganginn þinn. Flettu neðst, að liðnum „Subscriptions“ og veldu Manage.
- Hér getur þú gert HBO NOW áskriftina þína óvirka. Ef þú vilt gera hana virka aftur, er það gert á sama stað og hún er gerð óvirk, eða á Apple TV.
Við mælum einnig með ítarlegum leiðbeiningum fyrir HBO Now á Einstein:
Notaðu HBO NOW á Íslandi -
Leiðbeiningar fyrir að endurnýja eða breyta HBO NOW áskrift þegar notaður er HBO NOW inneignarkóði ...
- Endurnýja HBO NOW áskrift sem er útrunnin
-
Í þeim tilfellum þar sem áskriftin er útrunnin þá að þarf að endurnýja hana með því að innleysa HBO NOW inneignakort. Vinsamlegast farið eftir leiðbeiningum hér að ofan (Öll tæki - skráður notandi í 5. lið). Athugið að ekki er hægt að innleysa HBO NOW inneignarkort á virkri áskrift. Bíða þarf þar til áskriftin rennur út. Hægt er að sjá hvenær henni lýkur með því að opna HBONOW.com á tölvu, innskrá sig og fara á Settings - Billing Information.
- Fylla á virka HBO NOW áskrift
-
Ekki er hægt að innleysa HBO NOW inneignarkort á virkri áskrift. Bíða þarf þar til áskriftin rennur út. Hægt er að sjá hvenær áskriftinni lýkur með því að opna HBONOW.com á tölvu, innskrá sig og fara á Settings - Billing Information.