Ath. HBO Símans er EKKI það sama og HBO Max þar sem ekkert Warner Bros efni er hjá Símanum. Nánar

Um okkur

Eplakort er vefsetur sem stofnað var 2010, og er megin tilgangur þess að veita Íslendingum þægilegan og fljótlegan aðgang að hafsjó afþreyingarefnis sem í boði er frá iTunes, Hulu, Sling TV og Netflix í Bandaríkjunum. Við viljum gera Íslendingum kleift að geta keypt drauma forritin eða nýjustu tónlistina og kvikmyndirnar fyrir iPhone, iPad eða Apple TV tækin sín á eins öruggan hátt og kostur er. Það eina sem þú þarft er kreditkort (íslenskt eða erlent) eða Paypal aðgang.

Starfsemi okkar er bæði í Reykjavík á Íslandi og í Atlanta í Bandaríkjunum. Stofnendur vefsetursins hafa mikla sérfræðikunnáttu að baki sér þegar kemur að Apple vörum, starfsemi í hugbúnaðargeiranum og þjónustu í verslun. Einnig höfum við góðan aðgang að viðurkenndum heildsölum í Bandaríkjunum til að tryggja bæði gott verð og góða vöru.

Við höfum nú þegar afgreitt inneignarkort til þúsunda Íslendinga, hratt og örugglega síðustu 9 árin og erum þakklát fyrir jákvæðar umsagnir frá viðskiptavinum okkar. Við erum mjög stolt af því að vera eini söluaðilinn á netinu sem sendir inneignarkort út samstundis í tölvupósti - allan sólahringinn, alla daga ársins!

Við þökkum fyrir heimsóknina og vonum að þú njótir vel!

Reykjavík, Ísland
Atlanta, BandaríkinSkilareglur
Inneignarkóðar eru ekki endurgreiddir og það er ekki hægt að skila þeim. Ef vandamál koma upp munum við senda þér annan kóða án auka kostnaðar, svo lengi sem eldri kóðinn hafi ekki verið notaður.

Nauðsynlegt er að senda skjáskot eða ljósmynd af villunni ekki seinna en 30 daga frá kaupum.

Athugið að við berum ekki ábyrgð á kóðum sem hafa verið áframseldir af kaupanda.