Ath. HBO Símans er EKKI það sama og HBO Max þar sem ekkert Warner Bros efni er hjá Símanum. Nánar

Leiðbeiningar

Hvað er Disney Bundle?

Disney Bundle er afsláttarpakki sem samanstendur af 3 streymiveitum: Disney+, Hulu og ESPN+.

Hvað kostar Disney Bundle?

Mánaðaráskrift er eftirfarandi:

 1. Hulu með auglýsingum, Disney+ og ESPN+ = $13.99 (í stað $21.97)
 2. Hulu án auglýsinga, Disney+ og ESPN+ = $19.99 (í stað $27.97).
Sparnaðurinn er því töluverður!

Hvers konar inneign þarf ég að eiga til að gangsetja Disney Bundle?

Þú þarft að vera með Hulu áskrift og næga inneign inn á Hulu til að gangsetja Disney Bundle. Þú þarft því að setja upp Hulu áskrift (sem er greidd með Hulu inneignarkortum) ef þú hefur ekki aðgang að slíkri nú þegar. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að gangsetja Disney Bundle ef Hulu áskriftin er greidd með iTunes inneign.

Leiðbeiningar fyrir að setja upp Disney Bundle áskriftarpakka ...
Öll tæki með Hulu inneign
Hér er greitt fyrir Disney Bundle pakkann með Hulu inneign.

Setja upp Disney Bundle pakka á Hulu.com
 1. Til að byrja með þarftu að hafa virka Hulu áskrift og næga Hulu inneign (sem fæst hjá okkur í formi Hulu inneignarkóða) á þeim reikningi til að borga fyrir Disney Bundle pakkann sem samanstendur af 3 áskriftum: Disney+, Hulu og ESPN+. Þú þarft því að setja upp Hulu áskrift (sem er greidd með Hulu inneignarkortum) ef þú hefur ekki aðgang að slíkri nú þegar. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að gangsetja Disney Bundle ef Hulu áskriftin er greidd með iTunes inneign. (Ef þú hefur þetta uppsett í gegnum iTunes nú þegar að þá er eina ráðið að hætta með þá áskrift og stofna nýja í gegnum Hulu.com með Hulu inneignarkortum svo þú getur gangsett Disney Bundle)

 2. Skráðu þig inn á Hulu.com í gegnum vafra.
 3. Smelltu á nafnið þitt efst upp í hægra horninu og smelltu svo á Account.
 4. Leitaðu að "Add-Ons" svæðinu og smelltu svo á "Manage Add-Ons".
 5. Veldu pakkann sem þú vilt fá (og sjáðu til að þú eigir næga inneign):
  1. Hulu með auglýsingum, Disney+ og ESPN+ á $13.99 EÐA
  2. Hulu án auglýsinga, Disney+ og ESPN+ á $19.99.
 6. Smelltu á "Review Changes" á neðst á síðunni.
 7. Yfirlitssíða mun birtast með því sem þú valdir og kostnaðinum sem fylgir því. Smelltu núna á "Submit" ef þú ert sátt/ur með valið eða "Back" ef þú vilt gera breytingar.
 8. Staðfestingarsíða mun birtast - núna geturðu gangsett bæði Disney+ og ESPN+ áskriftirnar með því að smella á "Activate Disney+ and ESPN+" hlekkinn.
 9. Sláðu inn netfang fyrir Disney+ og ESPN+ veiturnar sem þú mun nota til að skrá þig inn í þær. Smelltu á "Agree and Continue".
 10. Sláðu inn lykilorð til að nota fyrir þessar þjónustur og smelltu svo á "Submit".
 11. Staðfestingarsíða mun birtast, núna geturðu byrjað að njóta Disney+ og ESPN+ auk Hulu áskriftarinnar.

Kynningarmyndband Disney Bundle
Skilareglur
Inneignarkóðar eru ekki endurgreiddir og það er ekki hægt að skila þeim. Ef vandamál koma upp munum við senda þér annan kóða án auka kostnaðar, svo lengi sem eldri kóðinn hafi ekki verið notaður.

Nauðsynlegt er að senda skjáskot eða ljósmynd af villunni ekki seinna en 30 daga frá kaupum.

Athugið að við berum ekki ábyrgð á kóðum sem hafa verið áframseldir af kaupanda.