Leiðbeiningar

Netflix leiðbeiningar fyrir...

Öll tæki með Netflix inneign

Hér er greitt fyrir Netflix áskrift með Netflix inneignarkorti.

Áður en þú byrjar
 1. Settu upp áskrift á ExpressVPN ef þú hefur ekki gert það núþegar á Mac/PC vél. Þessi þjónusta fjarlægir þá takmörkun að Netflix sé aðeins fyrir notendur i Bandaríkjunum.
 2. Settu inn DNS stillingar í tækið þitt samkvæmt leiðbeiningum ExpressVPN

Nota Netflix inneign
 1. Opnaðu vefsíðuna netflix.com/gift. Ef þú sérð efst uppi í vafraflipanum "Netflix Iceland" (sjá mynd hér að neðan),

  þá skaltu fylgja leiðbeiningaflokknum Ég fæ upp Netflix Iceland hér fyrir neðan.
 2. Sláðu inn kóðann sem þú fékkst og smelltu á "Redeem".
 3. Þú færð valmöguleika á að innskrá þig inn á Netflix aðganginn þinn og innleysa þar með inneignina, eða stofna nýjan Netflix aðgang til að nota inneignina. Til að stofna nýjan aðgang þarftu að gefa upp nafn, netfang, lykilorð og póstnúmer. Gættu þess að póstnúmerið þarf að vera 5 tölustafir. Ef póstnúmerið þitt er 3 stafir prófaðu þá að setja 00 fyrir framan, t.d. 00105. Bandarískt póstnúmer eins og 10119 myndi einnig virka hér.
 4. Fylgdu leiðbeiningunum sem birtast á skjánum og eftir það geturðu byrjað að nota Netflix.

Ég fæ upp "Netflix Iceland"
Ef þessi texti er á vafraflipanum fyrir síðuna netflix.com/gift þá þýðir það að þú ert á íslensku útgáfunni af Netflix vefsíðunni. Netflix kóðarnir virka aðeins á bandarísku Netflix vefsíðunni. Til að komast inn á bandarísku útgáfuna þá skaltu framkvæma þessi skref:
 1. Opnaðu Chrome vafra á tölvu (borð- eða fartölvu). Þetta er eini vafrinn sem virkar með þessari leið.
 2. Farðu inn á Hola Chrome Extension
 3. Smelltu á "Add to Chrome" hnappinn. Þetta mun setja upp "Hola extension" í Chrome vafrann þinn sem lætur vefsíður halda að þú sért í Bandaríkjunum.
 4. Smelltu á litla eld-kallinn sem er nú sýnilegur efst uppi til hægri í vafranum þínum.
 5. Veldu Netflix eða Browsing from USA.
 6. Smelltu núna annaðhvort á "Redeem Your Gift" neðarlega á síðunni eða sláðu inn www.netflix.com/gift í vafrann þinn. Nú ætti að standa "Netflix -" í stað "Netflix Iceland -" í vafraflipanum. Haldu áfram þar sem frá var horfið að ofan.

iOS/Apple TV með iTunes inneign

Hér er greitt fyrir Netflix áskriftina með iTunes inneign.

Þessi valkostur er ekki til staðar lengur! Sjá fyrir neðan:

Netflix w. iTunes Billing Changes

Netflix Permanently Pulls iTunes Billing for New UsersSkilareglur
Inneignarkóðar eru ekki endurgreiddir og það er ekki hægt að skila þeim. Ef vandamál koma upp munum við senda þér annan kóða án auka kostnaðar, svo lengi sem eldri kóðinn hafi ekki verið notaður.

Nauðsynlegt er að senda skjáskot eða ljósmynd af villunni ekki seinna en 30 daga frá kaupum.