Ath. HBO Símans er EKKI það sama og HBO Max þar sem ekkert Warner Bros efni er hjá Símanum. Nánar

20 bestu kvikmyndirnar á Netflix sem þú hefur ekki séð

13. febrúar 2015

Þú kannast örugglega við baslið við að finna góða kvikmynd á Netflix sem þú hefur ekki séð. Þú ert jafnvel farin að halda að þú hefur séð þær allar. Við erum að fara að sanna fyrir þér að svo er ekki!

Eplakort hefur sett saman lista af kvikmyndum sem eru í boði á Netflix sem þú hefur örugglega ekki séð, en ættir að sjá. Við mælum aðeins með myndum sem hafa fengið amk. 7.0 (af 10) stjörnur á IMDB og 60% einkunn á Rotten Tomatoes. Þetta þýðir að þessar myndir hafa allar fengið jákvæða umfjöllun hjá bæði gagnrýnendum og almenningi. Þú getur treyst því að hér eru úrvals myndir á ferð. Við reynum líka að velja myndir sem brutu ekki nein sölumet eða fengu ekki þá athygli sem þær áttu skilið, þannig að það eru litlar líkur á að þú hefur séð þær.

Fyrir neðan teljum við upp þessar 20 kvikmyndir og viljum við minna á að þær eru allar innifaldar í mánaðarlegu Netflix áskriftinni sem kostar aðeins $7.99 á mánuði. Ef þig vantar áskrift að þá seljum við Netflix inneignarkort sem verða send rafrænt til þín á nokkrum sekúndum!

20. Robot & Frank (2012) IMDB: 7.1 RT: 86%

Robot & Frank (2012)

Hugljúf mynd frá 2012 sem hefur hlotið mjög góða dóma. Sagan gerist í náinni framtíð þegar fyrrum skartgripaþjófur fær vélmennaþjón að gjöf frá syni sínum. Ekki líður á löngu þar til þeir eru farnir að leggja á ráðin um skartgriparán. Aðalhlutverkin leika Frank Langella, Susan Sarandon, Liv Tyler og James Marsden. Peter Sarsgaard lánar vélmenninu rödd sína.

19. Ne le Dis à Personne (2006) IMDB: 7.6 RT: 94%

Ne le Dis à Personne (2006)

Francois Cluzet fer með aðalhlutverikið sem þið munið örugglega eftir úr myndinni The Intouchables. Hann leikur mann sem er sakaður um að myrða eiginkonu sína. Til að flækja málin enn frekar koma vísbendingar á yfirborðið um að konan hans sé enn á lífi. Þessi vel úthugsaði franski dramatryllir er allan tíman langt frá því að vera leiðinleg og hefur meðal flottustu eltingasenur sem sést hafa á hvíta tjaldinu.

18. Frances Ha (2013) IMDB: 7.4 RT: 93%

Frances Ha (2013)

Mynd eftir Noah Baumbach sem fangar anda Manhattan samtímans. Frances (Greta Gerwig) býr í New York, en hún á samt eiginlega ekki íbúð. Frances er lærlingur hjá dansfyrirtæki, en hún er samt eiginlega ekki dansari. Frances á bestu vinkonuna Sophie, en þær tala eiginlega ekki saman lengur. Frances sökkvir sér ofan í drauma sína, jafnvel þótt þeir séu ekki beinlínis raunsæir. Líkt og margir í hennar sporum, þ.e. hinir „næstum-fullorðnu“ langar Frances að gera og verða margt en nær árangri í fáu en mætir þó hverjum degi með óútskýranlegri gleði og léttúð. Frances Ha er gamansaga úr samtímanum sem ferðast með áhorfendur í gegnum New York, kannar lendur vináttunnar, metnaðar, mistaka og endurlausna.

17. Broken (2012) IMDB: 7.3 RT: 63%

Broken (2012)

Sumarfríin eru nýbyrjuð og eftirmiðdagar hinnar 11 ára Skunk (Eloise Laurence) eru fullir af dagdraumum og forvitnislegum göngutúrum í hverfinu hennar. Eina undantekningin er að hún þarf reglulega að fá sprautuinnstungu til að sporna við sykursýki sem hún er með. Dag einn þá gengur hún að hinum bitra nágranni hennar, herra Oswald (Rory Kinnear) vera að lemjandi Rick sem á við sálræn vandamál að stríða. Dóttir herra Oswald hefur nefnilega sakað Rick um nauðgun sem er um leið uppspuni. Sakleysi Skunk byrjar að hverfa við þessa sýn. Skunk reynir að finna huggun hjá barnapíu og föður (Tim Roth) sínum en er um leið ómeðvitandi dregin inní vandamál nágranna sinna sem hafa með ofbeldi, kynlíf og veikindi að gera. Þessi spennandi mynd er jafn falleg og hún er hryllileg!

16. The Ice Storm (1997) IMDB: 7.5 RT: 84%

The Ice Storm (1997)

Helgina eftir þakkargjörðardaginn árið 1973 þá er allt að fara úr böndunum hjá Hoods fjölskyldunni. Benjamin Hood drekkur of mikið, og reynir að gleyma vandræðunum heima fyrir. Eiginkona hans, Elena, les sjálfshjálparbækur og er að missa þolinmæðina fyrir lygum eiginmannsins. Sonur þeirra, Paul, sem er kominn til að vera heima yfir hátíðina, flýr til borgarinnar til að reyna við ríka skólasystur sína. Og hin unga, Wendy Hood, sem er að verða sjúklega vergjörn, flækist um hverfið og kannar innihald vínskápa og nærbuxnaskúffa hjá foreldrum vina sinna, í leit að einhverju nýju. Þá brestur skyndilega á stórhríð, sú versta á öldinni, og raunveruleikinn verður nístandi og aðstæður versna. Toppmynd með stórstjörnum á borð við Sigourney Weaver (Alien), Tobey Maguire (Spider-Man) og Elijah Wood (Lord of the Rings) og leikstýrð af engum öðrum en Ang Lee (Life of Pi, Brokeback Mounain).

15. I Saw the Devil (2010) IMDB: 7.8 RT: 80%

I Saw the Devil (2010)

I Saw the Devil er Suður Kóreskur hryllingstryllir sem gæti gefið þér sting í magann. Choi Min-sik leikur Kyung-chul sem er hættulegur brjálæðingur sem drepur af gamni sínu og hefur tekist að gera það lengi án þess að lögreglan hafi haft hendur í hári hans. Nýjasta fórnarlambið hans er kærasta leynilögreglumannsins Soo-hyun. Umtekinn af hefnd, Soo-hyun ákveður að komast á spor morðingjans þrátt fyrir að það þýði að hann breytist sjálfur í hálfgert skrímsli. Hinn frægi Suður Kóreski leikstjóri, Kim Jee-woon, tekst að fá hárin til að rísa í þessari ógleymanlegri mynd.

14. Samsara (2012) IMDB: 8.4 RT: 77%

Samsara (2012)

Það er alltaf gaman að sjá kvikmyndir frá fjarlægum löndum og menningarheimum sem maður þekkir lítið til í. Það á svo sannarlega við um Samsara sem er mjög falleg kvikmynd, tekin norðarlega í Indlandi og segir frá tíbeskum munki. Það er hinn ungi maður Tashi sem hefur nýlokið þriggja ára hugleiðslu og er að snúa aftur í klaustrið sitt. Hann fer þá að fá blauta drauma nótt eftir nótt. Þetta veldur þessum andans manni nokkurri hugarkvöl, og hann ákveður að kynnast hinu veraldlega lífi til að geta síðan afneitað því. Myndin er mjög fögur á að líta og full af skemmtilegum atriðum. Í raunsæiskaflanum eru lífinu í klaustrinu gerð frábær skil, þar sem litlu strákarnir eru stjörnurnar. Í gamaldags dramanu er bæjarferð Tashis og tengdaföðurins skemmtileg, þar sem andstæður sveitar og bæjar sjást vel. Ryþminn er skemmtilega hægur og seiðandi, í takt við lífið hans Tashi, og kvikmyndatakan er stórkostleg.

13. Mr. Nobody (2009) IMDB: 7.9 RT: 67%

Mr. Nobody (2009)

Segir myndin frá Nemo Nobody (Jared Leto), venjulegum manni sem lifir hversdagslegu lífi með eiginkonunni Elise (Sarah Polley) og þremur börnum þeirra. Allt er eðlilegt þar til Nobody missir tökin á raunveruleikanum og vaknar upp sem gamall maður árið 2092. Nú er hann orðinn 120 ára og er bæði elsti maður jarðar sem og síðasti eftirlifandi dauðlegi maðurinn í heimi þar sem enginn deyr lengur. Það sem honum liggur þó þyngra á hjarta en þessi staðreynd eru spurningar sem brenna innra með honum: lifði hann réttu lífi fyrir sjálfan sig, elskaði hann konuna sem hann átti að elska og eignaðist hann börnin sem hann átti að eignast? Hans eini tilgangur í þessum undarlega heimi er að finna svar við þessum spurningum, en hann gæti þurft að gera ýmislegt óvenjulegt til að komast að svarinu.

12. Battle Royale (2000) IMDB: 7.8 RT: 86%

Battle Royale (2000)

42 nemendur eru settir á eyju í brengluðum leik þar sem þau eiga að drepa hvort annað þar til aðeins einn stendur eftir. Ef þau reyna að flýja eða brjóta reglurnar eru þau tekin af lífi. Þessari japönsku mynd tekst að blanda saman miklum blóðsúrhellingum, kolsvörtum húmor og ádeilu á nútíma samfélagið með góðum árángri. Persónusköpunin er sérlega góð og maður fer sjálkrafa að hata suma, en elska aðra í myndinni. Batoru rowaiaru, eins og hún nefnist á frummálinu, er svo skelfileg að hún var ekki leyfð á hvíta tjaldið í Bandaríkjunum. Þá er talið að Hunger Games hafi fengið hugmyndina sína hér. Það má því segja að viðkvæmir ættu að halda sér frá en fyrir hina er sjón sögu ríkari.

11. Get the Gringo (2012) IMDB: 7.0 RT: 81%

Get the Gringo (2012)

Driver hefur komist yfir mikla peninga sem hann á ekki og reyndar ekki heldur glæpaforinginn sem þykist eiga þá. Í stað þess að skila peningunum til glæpaforingjans ákveður Driver að stinga af með þá til Mexíkó þar sem hann ætlar sér að njóta lífsins. Honum tekst með naumindum að komast yfir landamærin með menn glæpaforingjans á hælunum, en þá tekur lítið betra við þegar gjörspilltir landamæraverðirnir handtaka hann, stela af honum peningunum og varpa honum í eitthvert magnaðasta fangelsi sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Í fangelsinu aðlagast Driver fljótt aðstæðum, hittir 11 ára gamlan dreng sem verður félagi hans, mömmu drengsins sem verður ástkona hans, og heilan helling af skuggalegum mönnum sem hann þarf að takast á við til að hafa sitt fram. Myndin er einnig þekkt undir nafninu "How I Spent My Summer Vacation".

10. Submarine (2010) IMDB: 7.3 RT: 86%

Submarine (2010)

Hinn 15 ára gamli Oliver Tate á sér tvö markmið: að missa sveindóminn fyrir næsta afmælisdag og rústa sambandi móður sinnar við elskhuga sinn. Oliver er bráðþroska, og rembist við að reyna að vera vinsæll í skólanum, en einn daginn verður dökkhærð fegurðardís, Jordana, skotin í honum, og hann ákveður að hann ætli að verða besti kærasti í heimi. Á sama tíma eiga foreldrar hans í erfiðleikum í hjónabandinu, og ekki bætir úr skák þegar fyrrum kærasti móður hans flytur inn í húsið við hliðina. Oliver ákveður að gera óvenjulega áætlun um það hvernig hann geti látið foreldra sína vera áfram saman, og tryggja á sama tíma að Jordana haldi áfram að vera hrifin af honum.

9. Headhunters (2011) IMDB: 7.6 RT: 96%

Headhunters (2011)

Roger Brown virðist lifa fullkomnu lífi. Honum gengur vel í starfi sínu sem fremsti mannaveiðari Noregs, er giftur hinni gullfallegu Díönu, sem rekur listasafn, og saman búa þau í stórglæsilegu húsi. En Roger er ekki allur þar sem hann er séður. Roger er nefnilega líka þjófur. Í gegnum listasafn eiginkonu sinnar aflar hann sér upplýsinga um fórnarlömb sín og þegar tekur að myrkva lætur hann til skarar skríða. Með þessum hætti tekst honum að fjármagna þann dýra lífstíl sem hann og eiginkona hans eru föst í. En hvert rán er aðeins tímabundin lausn. Dag einn kynnir Díana Roger fyrir hinum dularfulla Clas sem er eigandi gríðarlega verðmæts málverks. Roger bíður ekki boðanna og hefur að skipuleggja síðasta, og sömuleiðis allra stærsta rán ferils síns, þ.e. innbrot í vistaverur Clas. En málið er ekki eins einfalt og sýnist og áður en hann veit af er Roger búinn að koma sjálfum sér í stórhættu og þarf hann að taka á öllu sem hann á til að sleppa lifandi úr heimi þar sem blekking er aðalvopnið. Þessi norska kvikmynd er margverðlaunuð og var hluti af kvikmyndahátíðinni í Toronto árið 2011.

8. Chef (2014) IMDB: 7.3 RT: 86%

Chef (2014)

Jon Favreau leikur hér kokkinn Carl Casper sem er ósáttur við að þurfa að elda mat eftir dyntum annarra og bregður ítrekað út af hefðbundnum matseðli vinnuveitanda síns. Við það er vinnuveitandinn ósáttur og dag einn sýður upp úr í orðsins fyllstu merkingu og Carl er rekinn. Hann bregður þá á það ráð að stofna sína eigin matsölu í gömlum húsbíl og fær í lið með sér fjölskyldu og vini sem elska matargerð hans.

7. Zodiac (2007) IMDB: 7.7 RT: 89%

Ekki lengur fáanleg á Netflix
Zodiac (2007)

Því miður fæst Zodiac ekki lengur á Netflix. Hins vegar er hægt að leigja þessa mögnuðu mynd á iTunes fyrir $2.99 á SD og $3.99 á HD. Raðmorðingi í San Fransisco ögrar lögreglunni með bréfum og dulmálsskilaboðum. Fylgst er með rannsóknarlögreglumönnum og fréttamönnum í þessari mynd sem er lauslega byggð á sannri sögu frá áttunda áratug síðustu aldar. Ákaft er leitað að morðingjanum og menn fá sífellt meiri þráhyggju yfir málinu. Myndin er byggð á bók Robert Graysmith og í myndinni er sjónum beint sérstaklega að lífi og störfum lögreglumannanna og fréttamannanna. Robert Graysmith er skopmyndateiknari sem vinnur fyrir dagblaðið The San Fransisco Chronicle. Óvenjuleg nálgun hans fer í taugarnar á Paul Avery, fréttamanni sem lætur áfengisdrykkju hafa skaðleg áhrif á starf sitt. Þeir tveir verða vinir og tengjast í gegnum sameiginlegt áhugamál; Zodiak morðingjann. Graysmith verður sífellt helteknari af málinu, en líf Avery hringsnýst meira og meira inn í áfengisvímu. Eftirgrennslan Graysmith leiðir hann inn á slóð David Toschi, rannsóknarlögreglumanns sem hefur hingað til ekki náð að leysa málið; Sherwood Morrill, rithandarsérfræðings; Linda del Buono, fanga sem þekkti eitt af fórnarlömbum Zodiak morðingjans; og fleiri. Atvinna Graysmith, eiginkona og börn, lenda öll í öðru sæti þegar Graysmith verður sífellt ákveðnari í að ná morðingjanum.

7. Infernal Affairs (2002) IMDB: 8.1 RT: 95%

Internal Affairs (2002)

Infernal Affairs eða Mou gaan dou eins og hún heitir á frummálinu er mynd sem kemur á óvart. Sagan fjallar um langvinnar deilur lögreglunnar og glæpagengja í Hong Kong. Chan er leynilögregla sem hefur smyglað sér í innsta hring glæpagengis. Hann hefur unnið í svo mörg ár í þessari leynilegu aðgerð að aðeins einn maður innan lögreglunar veit hver hann er í raun og veru. Á sama tíma hefur einn af glæpagenginu, Lau sem leikinn er af Lau Kin Ming, unnið sig upp innan lögreglunnar. Báðir aðilar gera sér grein fyrir því að svikari er á meðal þeirra og upp úr því hefst mikil barátta til að uppræta hann.

6. Exit Through the Gift Shop (2010) IMDB: 8.1 RT: 96%

Exit Through the Gift Shop (2010)

Exit Through the Gift Shop fjallar um graffiti eða götulista manninn (street artist) Bansky sem enginn veit hver er í alvörunni en samt er hann heimsfrægur og það þykir mikill heiður ef Bansky spreyjar mynd eða skilboð á eignina þína, þá má treysta því að það verður ekki málað yfir það. Þessi heimildarmynd er síðan 2010 og er án ef ein af mínum uppáhalds heimildarmyndum. Myndin byrjar á ákveðnum söguþræði sem felst í því að finna þennan leyndardómsfulla Bansky, en endar svo einhvers staðar allt annars staðar. Algjör óþarfi að segja meira, nema að þessi heimildarmynd er frábær.

5. Tucker and Dale vs. Evil (2010) IMDB: 7.6 RT: 84%

Tudker and Dale vs. Evil (2010)

Gamanmynd með hrollvekjandi ívafi um þá félaga Tucker og Dale sem fara í bústaðarferð með það í huga að slaka vel á en lenda þess í stað fyrir því að verða fyrir árás ógnvekjandi háskólakrakka. Þessi er vel steikt en um leið hræðilega fyndin!

4. The Station Agent (2003) IMDB: 7.7 RT: 95%

The Station Agent (2003)

Finbar McBride er dvergvaxinn en hans stóra áhugamál er járnbrautarlestir. Hann erfir yfirgefna lestarstöð við lát síns eina vinar og bróður í áhugamálinu og ákveður að flytja þangað. Verandi öðruvísi en annað fólk kýs McBride að lifa í einsemd og vera sjálfum sér nægur. En einsemd hans er rofin af Joe hinum kúbanska sem rekur hressingarskála við þjóðveginn og fljótlega rekst hann á Oliviu, fráskylda konu í sárum eftir sonarmissi. Á milli þeirra þriggja myndast vinskapur sem hreyfir við þeim öllum.

3. Dear Zachary: A Letter to a Son About His Father (2008) IMDB: 8.6 RT: 94%

Dear Zachary: A Letter to a Son About His Father (2008)

Dear Zachary er heimildarmynd eftir Kurt Kuenne. Hún fjallar um besta vin Kurt, Andrew Bagby, sem var myrtur af reiðri fyrrverandi kærustu, Shirley. Kurt ákveður að ferðast um Bandaríkin til þess að safna minningum um Andrew stuttu eftir dauða hans. Þegar verið er að rétta yfir Shirley kemur í ljós að hún er ólétt af barni Andrews. Þá ákvað Kurt að gera þessa mynd fyrir barnið, sem Shirley skírði Zachary Andrew, til þess að hann geti séð hversu mikið faðir hans var elskaður. Vertu viðbúin að gráta út augun þín, öskra af reiði og gleðjast yfir því hversu mikil ást er í þessum heimi. Líf þitt mun ekki vera hið sama eftir þessa mynd!

2. The Hunt (2013) IMDB: 8.3 RT: 93%

The Hunt (2013)

Danska myndin Jagten eða "The Hunt" segir frá leikskólakennaranum Lucas sem býr í litlum smábæ í Danmörku og lifir ágætis lífi. Hann er skilinn við konu sína en saman eiga þau unglingspilt sem Lucas reynir að fá að hitta oftar. Þá nær hann sérstaklega vel til barnanna á leikskólanum en í byrjun myndarinnar má sjá þegar hann kemur inn á leikvöll leikskólans og börnin hlaupa að honum fagnandi. Þetta venjulega hversdagslíf Lucas tekur þó snöggum breytingum þegar ung stúlka á leikskólanum og dóttir besta vinar Lucas, segir litla lygi um að Lucas hafi misnotað hana kynferðislega við yfir fóstru leikskólans. Þetta hefur að sjálfsögðu skelfilegar afleiðingar fyrir Lucas og mannorð hans og í kjölfarið hefst atburðarrás sem erfitt er að sjá fyrir hvernig muni enda. Drama frá Danmörku sem var útnefnd til Óskarsverðlauna sem enginn má láta framhjá sér fara!

1. Short Term 12 (2013) IMDB: 8.0 RT: 99%

Short Term 12 (2013)

Sagan er sögð með sjónarhorni Grace, tvítugrar stúlku sem vinnur á fósturheimili fyrir unglinga. Hún er ástfangin af kærasta sínum Mason, sem einnig vinnur á heimilinu. Grace glímir sjálf við erfiða fortíð sem hún rifjar upp þegar unglingsstúlka með svipaða fortíð er færð inn á heimilið. Í myndinni er fjallað um mjög tilfinningaþrungin mál, sem á húmorískan hátt eru opinberaðir. Myndin fjallar um þann sannleika sem unglingarnir sem búa á fósturheimilinu eru stöðugt að glíma við, og ekki síður þeirra sem þar vinna. Sannur tilfinningarússibani!
Skilareglur
Inneignarkóðar eru ekki endurgreiddir og það er ekki hægt að skila þeim. Ef vandamál koma upp munum við senda þér annan kóða án auka kostnaðar, svo lengi sem eldri kóðinn hafi ekki verið notaður.

Nauðsynlegt er að senda skjáskot eða ljósmynd af villunni ekki seinna en 30 daga frá kaupum.

Athugið að við berum ekki ábyrgð á kóðum sem hafa verið áframseldir af kaupanda.