Ath. HBO Símans er EKKI það sama og HBO Max þar sem ekkert Warner Bros efni er hjá Símanum. Nánar

Um iTunes Store (USA)

iTunes Store er stærsta tónlistar- og margmiðlunarverslun í heiminum og er rekin af Apple Inc. Hún er skipt niður í nokkra markaði og er sú bandaríska (iTunes Store USA) stærst hvað varðar framboð af afþreyingarefni.

Ísland er í hópi þeirra þjóða sem iTunes Store þjónustar ekki. Þá eru aðrar þjóðir þar sem iTunes Store er til staðar en afþreyingarefnið takmarkað og jafnvel selt á hærra verði. Til dæmis um það er hægt að finna lög á iTunes Store USA á $0.69 sem kosta hinsvegar $1.99 á iTunes Store í mörgum Evrópulöndum. Það sama gildir um sjónvarps- og kvikmyndaefni frá Bandaríkjunum sem er einnig gefið út mjög seint á öðrum mörkuðum ef það er á annað borð gefið út. Ef þú hefur ekki kreditkort sem er skráð á bandarískt heimilisfang, þá er iTunes inneignarkort (gjafakort) eina leiðin til að geta verslað efni frá iTunes Store USA. Í hverri viku býður iTunes Store USA einnig upp á úrval af tónlist og myndefnis án endurgjalds.

iTunes forritið er frítt og er fáanlegt fyrir bæði Mac og PC tölvur. Það flokkar og spilar rafræna tónlist, myndefni og hljóðbækur á tölvunni þinni. Þegar þú tengir iPhone, iPod eða Apple TV með iTunes í gangi, mun það sjálkrafa sameina (sync) allt afþreyingarefni á milli véla.

Þess má til gamans geta að iTunes Store seldi sitt 10.000.000.000 lag þann 24. febrúar 2010. Það var hinn 71 árs Louie Sulcer frá Woodstock í Georgíuríki Norður Ameríku sem halaði niður "Guess Things Happen That Way" með Johnny Cash. Sá hinn sami hlaut gjafakort að verðmæti $10,000 og einnig símhringingu frá Steve Jobs.




Skilareglur
Inneignarkóðar eru ekki endurgreiddir og það er ekki hægt að skila þeim. Ef vandamál koma upp munum við senda þér annan kóða án auka kostnaðar, svo lengi sem eldri kóðinn hafi ekki verið notaður.

Nauðsynlegt er að senda skjáskot eða ljósmynd af villunni ekki seinna en 30 daga frá kaupum.

Athugið að við berum ekki ábyrgð á kóðum sem hafa verið áframseldir af kaupanda.